Hvað viltu láta gera? Vesturbergið sé ekki lengur stofnæð og sett niður í 30. Eins sé bætt við hraðahindrunum og gangbrautum. Hvers vegna viltu láta gera það? Stundaður er hraðakstur ásamt framúr akstri við Vesturberg. Gatan er nálægt skóla og börnin sem búa í raðhúsunum við götuna stafar mikil hætta af götunni. Stór hluti húsanna er ekki með aðkomu að gangstétt bak við húsin og framan við þau er heldur ekki nein gangstétt. Börnin hafa ekkert nema götuna til að komast leiðar sinnar í og úr skóla. Langt er í næstu gangbraut sem eru í sitt hvorum endanum.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation