Hvað viltu láta gera? Það þarf að hækka körfurnar í eðlilega hæð (3,05 cm), merkja línurnar, hafa net í körfunum og bara almennt gera völlinn aftur góðann eftir að hafa gert hann nær ónothæfan með misháum lágum körfum og engum línum. Hvers vegna viltu láta gera það? Körfuboltavöllurinn á Klambratúni er frábært útivistar og samkomusvæði þar sem körfuboltafólk á öllum aldri hefur getað komið og spilað körfu, þetta var vinsælasti útivöllur borgarinnar lengi. Eftir kosningu í hverfið mitt 2017 þá voru tvær körfur lækkaðar(eftir breytingu einhvers embættismanns í ferlinu) í stað þess að laga völlinn eins og upphafleg tillaga snerist um. Þessar körfur eru að auki misháar. Eftir þessa breytingu hefur notkun vallarins hrunið og umgengni hefur versnað til muna. Nú er svo komið að það þarf einfaldlega að grípa í taumana og bjarga vellinum
Frábær hugmynd! Við söknum öll þessa vallar í sinni "gömlu" mynd. Svo ætti klárlega að vera eitthvað drykkjarvatn i boði þarna. Það getur ekki verið svo dýrt. Fólk er að spila körfu, strandblak, folf, skokka og fleira svo mer finnst afleitt að ekkert sé drykkjarvatnið. Krana nálægt vellinum takk!
Eftir að körfurnar á Klambratúni voru lækkaðar er helmingurinn af vellinum ónothæfur. Nóg af lágum körfum í nágrenninu (Austó, Hlíða- og Háteigsskóli). Það þarf ekki mikið til þess að gera að þennan völl góðan á ný og þarna getur myndast mjög góð stemmning.
Flestir þeir sem spilað hafa körfubolta í gegnum tíðina eiga góðar minningar af endalausum sumarkvöldum frá körfuboltavellinum við Klambratún. Þetta er menningarverðmæti sem má ekki tapast. Lögum völlinn!
Gera þessa aðstöðu almennilega með því að að leggja plastvöll ofan á malbikið.
Við fjölskyldan, með 3 börn vorum einmitt svo glöð að fá lægri körfur á völlinn sem henta krökkum.. Kanski mættu vera 2x körfuvellir á Klambratúni, 1 fyrir krakka og 1 venjulegur?
Það eru vellir með lágum körfum hjá skólum úti um alla borg. Þetta var eini staðurinn með 2 heilum völlum með sléttu undirlagi og eðlilegum körfum. Lagfærum mistökin sem voru gerð. Lögum völlinn.
Eðlilega hæð 3.05 cm fyrir fullorðna
Nóg af lægri körfuboltakörfum i nágrenninu Austurbæjarskóli og hlíðarsk
Endilega að koma honum í fyrra horf og hafa almennilegar körfur með neti
Þetta verkefni hlítur að teljast vera skynsamlegt 'low hanging fruit'. Það getur varla verið kostnaðarsamt í hinu stóra samhengi að laga þetta mannvirki og koma því í sómasamlegt ástand. Vellirnir þjónusta stóran hóp körfuboltaiðkenda þegar veður leyfir. Afkastageta vallana hefur u.þ.b. helmingast við að lægri körfur voru settar upp, þær henta engum yfir barnsaldri. Þetta endurspeglar engan vegin þörfum og samsetningu notendahópsins.
Legg til að skoðaður verði útivöllur í við Íþróttahúsið í Keflavík þar er ma öðruvísi undirlag en malbik! Það ma gjarnan leggja fé í að gera þessa aðstöðu boðlega, bæði fyrir fullorðna og börn
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation