Hvað viltu láta gera? Ævintýra leikvöllur (eða junk playground) sem er óhefðbundinn leikvöllur (svipað og smiðavellir í gamla daga) þar sem krakkar leika sér með venjulega hluti eins og dekk, nagla, hamra, múrsteinar, spítur og meira í þeim dúr. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir leikvellir eru í raun öruggari með því að styðja við ábyrgari hegðun. Hvers vegna viltu láta gera það? Fjölbreytni við leik barna er nauðsynlegur fyrir þroska, sjáfum í ábyrgri hegðun. https://www.citylab.com/life/2018/08/can-risky-playgrounds-take-over-the-world/565964/
Frábær hugmynd. Þroskandi og skemmtilegt.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation