Göngustígurinn meðfram strandlengjunni í Ánanaustum er mikið skemmdur við skolpdælustöðuna vegna sjógangs og hefur rofnað á stórum hluta. Þetta er búið að vera svona í mörg ár og er til skammar. Það er löngu kominn tími til þess að lagfæra þetta.
Það er enginn sómi af því fyrir borgina að láta göngustígana drabbast niður með þessum hætti. Það gerist oft í vestanáttum að sjógangur ber grjót og þang upp á stígana. Því miður er sinnuleysi hjá borginni gagnvart þessu og þetta er ekki þrifið fyrr en seint og síðar meir. Þegar tjón eins og því sem er lýst í þessari hugmynd verða ætti umsvifalaust að gera lagfæringar í stað þess að láta þetta bara drabbast niður í uppgjöf gagnvart náttúruöflunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation