Hvað viltu láta gera? Skipuleggja svæði þar sem fólk getur gróðursett grænmeti, jurtir og jafnvel ávexti í opnum görðum jafnt sem gróðurhúsum. Hvers vegna viltu láta gera það? Frábært tækifæri til að rækta mat á staðnum. Fólk getur þá leigt sér reiti fyrir lítið eða jafnvel fengið úthlutað frítt eftir ósk hvers og eins. Þetta er frábær leið til að gera eitthvað með fjölskylduni og kenna inn á ferlið jafnt sem læra sjálf hvernig rækta á grænmeti, jurtir og ávexti. Það væri jafnvel hægt að bjóða upp á lítil námskeið til að læra inn á náttúruna. Þetta er eitthvað sem leikskólarnir geta nýtt sér, jafnt sem börn almennt, gefur þetta þeim þá tækifæri til að sjá hvernig maturinn verður til og hvernig það er að rækta sjálf.
Þetta er frábær hugmynd, sérstaklega ef það væri gróðurhús sem hægt væri að nýta á veturnar og strætó stöð nálægt svo maður væri ekki að bera þungar garðvörur of langt ;) Gæti meira að segja verið í þessum nýja ,,vertical farming" eða ,,vertical greenhouse" stíl sem prufu verkefni á Íslandi. Möguleikarnir eru svo margir og myndi byggja upp svo skemmtilegt samfélag.
Ekki þörf á að kjósa Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Bent er á matjurtagarða Reykjavíkur. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu þangað, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation