Hvað viltu láta gera? Bæta bílastæðamál í Dalselinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar hverfið var byggt voru barnafjölskyldur með einn heimilisbíl. Börnin hafa ekki farið að heiman og eru orðin fullorðin og eiga bíl. Það er pláss á bílastæðunum sem er notað undir aspir sem eru engum til gagns. Það mætti nota til að fjölga stæðum. Í Dalselinu sjálfu er alveg bannað að leggja sem mætti frekar vera bannað að leggja milli kl 10 og 18 eða álíka (í öðrum götum í Seljahverfi er lagt í götunni afskiptalaust). Spegill myndi líka hjálpa (sjá aðra tillögu) Hvort sem manni líkar betur eða verr þá er fólk með bíla og þarf að komast heim til sín. Það er ekki nóg að banna, það verður að koma með lausnir.
Frábær hugmynd. Jafnvel setja bílastæði upp seljabrautina ??
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Svæðið sem um ræðir er ekki á lóð Reykjavíkurborgar heldur er um húsfélagsmál að ræða. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation