Bæta við ungbarnarólum í öllum hverfum breiðholts.
Ég hef ekki séð eina ungbarnarólu í seljahverfinu, ekki einu sinni á leikskólum. t.d við Þína Verslun í seljahverfi er flottur leikvöllur með 4 rólum, mætti alveg fækka um eina dekkja/venjulega rólu og setja ungbarnarólu í staðinn. Þetta á örugglega við á fleiri stöðum í breiðholtinu öllu
Það er mjög svo mikil þörf fyrir foreldra í fæðingarorlofi að geta farið með börnin sín út á róló, allir krakkar vilja róla líka þessir minnstu. Eina ungbarnarólan sem við fundum í fyrra var sú sem staðsett er innan á lóð leikskóla hér nokkrar götur frá heimilinu. Þessa rólu var einungis hægt að nota eftir lokun leikskólans eða í sumarfríinu á meðan leikskólinn var lokaður. Það mætti fækka dekkjarólum, fórna einni þannig á hverjum leikvelli fyrir eina ungbarnarólu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation