Hvað viltu láta gera? Breyta eða lægfæra gatnamót eða akreinar þar sem Flugvallarvegur og Bústaðarvegur mætast til þess að það sé ekki umferðarteppa sem myndast alla leið frá HR. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi umferðateppa sem myndast á hverjum degi veldur óþægindum og vanlíðan. Fólkinu sem er að koma úr HR eða þeirri átt líður illa og það hefur algjörlega áhrif á samfélagið okkar í heildina. Ef hver og einn verður 20% meira pirraður vegna umferðarinnar sem myndast þarna og það eru kannski 3000 manns að keyra á þessum vegum þá er um 1% þjóðarinnar pirraðari en þörf er á. Þetta fólk fer í matvörubúðir á leiðinni heim, fúlt vegna umferðar og það bitnar á fólkinu í kring en ef þetta væri ekki vandamál myndi þessi pirringur ekki dreifast út í samfélagið. Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Dropinn holar steininn.
Já það eru það margir að fara í HR og Val. Einnig aukin byggð.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation