Kósý garður og grendargámar

Kósý garður  og grendargámar

Á Grensásvegi milli Heiðargerðis og Hvammsgerðis er autt svæði sem núna er í órækt og safnar rusli. Þar mætti gera lítinn kósý garð fyrir gangandi og koma fyrir grendargámum fyrir íbúana í hverfinu.

Points

Það vantar grendargáma í hverfið fyrir meðvitað fólk sem vill flokka sorpið sitt og taka þátt í að auka umhverfishugsun í borginni. Það eru fleiri og fleiri sem ferðast um á hjóli og gangandi og það vantar áningarstað á þetta svæði. Mundi einnig prýða Grensásveginn sem er frekar óaðlaðandi eins og stendur. Þetta gæti verið gott framlag Borgarinnar í stefnu sinni að auka umhverfismeðvitund og gera borgina aðlaðandi fyrir þá sem ekki ferðast um á bílum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information