Á Grensásvegi milli Heiðargerðis og Hvammsgerðis er autt svæði sem núna er í órækt og safnar rusli. Þar mætti gera lítinn kósý garð fyrir gangandi og koma fyrir grendargámum fyrir íbúana í hverfinu.
Það vantar grendargáma í hverfið fyrir meðvitað fólk sem vill flokka sorpið sitt og taka þátt í að auka umhverfishugsun í borginni. Það eru fleiri og fleiri sem ferðast um á hjóli og gangandi og það vantar áningarstað á þetta svæði. Mundi einnig prýða Grensásveginn sem er frekar óaðlaðandi eins og stendur. Þetta gæti verið gott framlag Borgarinnar í stefnu sinni að auka umhverfismeðvitund og gera borgina aðlaðandi fyrir þá sem ekki ferðast um á bílum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation