Það þarf að bæta öryggi gangandi vegfarenda og reiðhjólafólks við Álfheima og Suðurlandsbraut við Glæsibæ. Gönguljósin þar eru svo stutt og að fara þar yfir með barn eða barnavagn er varla hægt á réttum tíma og endar fólk oft á því að standa á milli akreina þar sem ekkert öryggi er.
Ræðið
Ég tek undir að þetta svæði þurfi að skoða betur, með hjólandi, gangandi og akandi í huga og leysa eins vel og hægt er. Margar leiðir eru í boði þar sem þróun samskonar svæða er hröð í nágrannalöndum okkar. Mögulega ætti að setja upp svæði þar sem enginn hefur forgang eins og gert er víða erlendis til að tryggja hæga bílaumferð og rétt allra - þau hafa víða reynst mjög vel.
Sammála að ljósin loga allt of stutt maður nær varla yfir þó gengið sé rökslega
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation