Merkja hraðahindranir við Hörpu
Mjög gott að komnar séu hraðahindranir á Kalkofnsvegi við Hörpu en að hafa þær ómerktar skapa gríðarlega hættu. http://mbl.is/frettir/innlent/2012/01/29/ekid_a_vegfaranda_vid_horpu/
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/01/29/ekid_a_vegfaranda_vid_horpu/
Það er svosem ekkert að því að setja þarna hraða hindranir. Enda hefur mér oft fundist ökumenn fái valkvíða við akgreinaval hvort sem er á leið í miðborgina eða úr henni. Hins vegar finnst mér vanta merkingar og einnig þar að laga sérstaklega hindrunina (úr miðborginni) hún er allt of kröpp og reynir mikið á fjaðranir bílsins og einnig hefur maður allt of oft séð bíla rekast niður í götuna þó hraðinn sé alls ekki mikill. Þetta þarf að laga.
Að mínu mati hefði átt að setja brautir fyrir gangandi umferð við Hörpu annað hvort í undirgöng eða á brýr yfir götuna. Þetta er algerlega fáránlegt fyrirkomulag að trappa umferðina í flöskuháls við eina af umferðarmestu stofnbraut borgarinnar. Að mínu mati gildir það sama um Lönguhlíð/Miklubraut og Hringbraut við Þjóðminjasafn. UmferðarÖRYGGI er það sem við viljum sjá og hraðahindranir eru ekki lausn.
http://www.dv.is/frettir/2012/1/29/ekid-gangandi-vegfaranda-vid-horpu/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation