Göngustígur milli Miklubrautar og Stigahlíðar

Göngustígur milli Miklubrautar og Stigahlíðar

Gangandi vegfarendur frá biðstöðvum Strætó beggja vegna Miklubrautar (m.a. nemendur MH í stórum stíl) þurfa oft að ganga yfir grasið yfir í Stigahlíð. Þar treðst það smám saman niður og drullusvað myndast. Ef vel ætti að vera, þyrftu að koma 2 göngustígar milli gangstéttar meðfram Miklubraut yfir í Stigahlíð á móts við nr 2-4 og annar við nr 6, þar sem ein gönguleið liggur frá biðstöð Strætó sunnan megin og önnur gönguleið frá gangbrautarljósunum, því fólk gengur stystu leið yfir í Stigahlíð.

Points

Þessa leið ganga mjög margir á hverjum degi, sérstaklega á þeim árstíma þegar skólar starfa. Í breytu getur myndast þarna drulla, sem fólk þarf að vaða í og í snjó þarf að vaða snjóinn í hné í stað þess að ganga eftir göngustíg sem væri trúlega ruddur .

Þessi göngustígur var meðal þeirra verkefna sem náðu kosningu vorið 2015 og hann var svo lagður í nóvember 2015. Göngustígurinn hefur vissulega sannað gildi sitt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information