Í sumar sem leið voru gerðar endurbætur á litla leikvellinum á Landakotstúni við hornið á Hávalla og Hólavallagötu. Áhersla var lögð á fáein leiktæki fyrir yngstu börnin. Þarna mætti gera eitthvað fyrir eldri börnin líka og væri mög auðvelt, og sennilega ódýrt, að koma þarna upp vandaðri klifurgrind með rauðum köplum eins og er niðri í Hljómskálagarði.
Þarna er nægt pláss sem er yfirleitt ekki mikið nýtt. Gæti skapað leikaðstöðu fyrir eldri börn á stóru svæði og léð túninu miklu lífi.
Frábær hugmynd af því að flestar endurbætur á leikvöllum uppá síðkastið hafa verið fyrir yngstu börnin, frekar einhæf leiktæki og allt eins. Meira fyrir eldri börnin og alla aldurshópa saman.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation