Spurning hvort þessi hugmynd eigi heima í Velferðamálaflokknum? Eða Mannréttindamálaflokknum? Endurbætur og stækkun á því svæði sem tekið er undir leiktæki á Melaskólavellinum. Breyta undirlagi úr möl og malbiki í t.d. gúmmíhellur eða annað, helst með snjóbræðslu. Í raun er þörf á gagngerum breytingum á lóðinni, algerri endurnýjun, en þar sem slík hugmynd félli ekki að skilgreiningu verkefna á Betri Reykjavík, er hér sett fram hugmynd að einhverju sem gæti verið upphafið að slíkri endurnýjun.
Vellíðan er eitt af einkunnarorðum Melaskóla. Nemendur þar eru rúmlega 600 talsins. Það er vanfundin sú skólalóð í Reykjavík sem er óvistlegri eða ver búin leiktækjum en Melaskólalóðin. Skólalóðin ætti einnig að draga að sér börn í leik utan skólatíma, en í núverandi ástandi gerir hún það alls ekki. Látum nú verkin tala!
Það mætti skoða þessa hugmynd í stærra samhengi og innlima hagatorgið, lóð neskirkju og lóð Hagaskóla undir uppbyggingu á leiksvæðum, útivist og öðru sem er gott fyrir lífsgæði fólk sem býr í hverfinu sjá: https://betri-hverfi-vesturbaer-2014.betrireykjavik.is/ideas/2650-banna-almenna-umferd-bila-um-hagatorg-a-milli-melaskola-og-hagaskola
Æ, sá ekki umræðureitinn og setti punktinn minn óvart undir rök, en hef semsagt þetta að segja: Ég bendi á að setja á battavöll (boltavöll) upp á skólalóðinni, ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir og endanleg útfærsla á lokastigum. Þetta bætir auðvitað aðstöðuna per se en mism. skoðanir á staðsetningu vallarins og mér þykir óráð að ákveða hvernig hann á að liggja án þess að skoða breytingar á skólalóðinni í heild sinni, eins og ég benti á á kynningarfundi í haust. Ég er hrædd um að seinni breytingar, sem svo sannarlega er brýn þörf á, þurfi að sníða í kringum þennan völl sökum samhengisleysis. En það má víst ekki ræða samhengið af því að það er ekki fjárveiting fyrir samhengi, bara fyrir battavelli.
Ég er sammála með að battavöllurinn er jákvætt skref, en það þarf e.t.v. að vera eitthvað að gera fyrir hin 550 börnin sem ekki geta nýtt sér battavöllinn í frímínútum :) Líka sammála því að hætt er við því að hugsanlegar framtíðarbreytingar verði sniðnar í kringum völlinn.
Vistvænt með vexthuseffekt.Með hjalp af tvi að spenna upp gegnsætt tjald af pvc plasti er kostnaður um 40000kr per 100fermetra með tilleg af stalgrind eða aliminumgrind.Tettað gerir að folk getur sitð nalægt fjru i hvaða veðri sem er.Strakarnir i vesturbænum hafa ahuga a hjolabrettafelagi sem ætti helst að vera norðurevropu stærsta.Tarna er hægt að samkera vissa tæknimöguleka og fleira sem byður uppa vissa möguleika sem norðuevropskan kepnismiðstöð og utivstunarsvæði sem er lett gert i ymsum stærðum og hægt að koma fyrir hvar sem er.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation