Ljóskerin á staurunum meðfram göngustígnum gegnum dalinn eru mörg hver komin með gulnað gler (plast) utan um perurnar og skila þar af leiðandi ekki fullri lýsingu niður á stíginn, og eru að auki óheppilegur ljósgjafi fyrir svæðið (ljósmengun annað en á stíginn)
Þessir eldri ljósgjafar eru meira hugsaðir sem skraut held ég frekar en til fullrar ratlýsingar enda má sjá muninn vel á stíg sem liggur frá norð vestur horni skautahallarinnar upp að Suðurlandsbraut, en sá stígur hefur ljósker sem lýsa beint niður á stíginn og með Natríum perum (gula ljósið) en sú leið virkar björt og fín. Eldri ljósin tel ég vera með kvikasilfursperum sem eru að lenda á bannlista ESB að mig minnir árið 2015 en að auki lýsa þau meira allann hringinn en ekkert niður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation