Að setja upp vatnshana fyrir útivistarfólk þar sem flestir göngustígar mætast við botn Grafarvogsins sem hverfið heitir eftir.
Þetta er nokkuð sem vantar í Grafarvoginn enda þar margir að skokka á stígum og svo göngufólk margt einnig á ferð. Þetta er komið í Árbæ, Fossvog, í Skjólin vesturbæ og ætti að vera víðar. Þessir vatnshanar eru bara tær snilld fyrir allt útivistarfólk á stígunum
Það væri ágætt að geta svalað þorsta í gönguferðum. En af hverju get ég ekki kostið neitt í Bryggjuhverfinu, það finnst mér óréttlátt sem íbúi þess hverfis.
Göngustígurinn meðfram voginum er mikið notaður af gangandi, hlaupandi og hjólandi. Tveir, til þrír 30-50 manna hlaupahópar nota hann oft í viku. Innst í voginum er stutt í vatnslögn frá Orkuveitunni. Þar mætast margir göngustígar. Vatnshani þar væri kærkomin svölun fyrir þyrst útivistarfólk.
Svölum þorsta útivistarfólks í Grafarvogi
Fyrir þyrsta göngu- hjóla- og hlaupagarpa!
Góð hugmynd sem er vert að framkvæma fyrir allt útivistarfólk, hefur komið sér vel þ.s. þetta er komið upp í öðrum hverfum.
Vatnshana innst í Grafarvog, fjölfarin leið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation