Mig langar að mæla með því að tekið verði mið af menningu og umhverfi staðsetningarinnar við hönnun útisvæðisins. Þ.e. að auðvelt verði að "skanna" og þrífa svæðið (t.d. glerbrot/nálar o.þ.h.) til að tryggja hreinlæti, öryggi og velferð barnanna. Þá mæli ég líka með því að sleppa sandkassanum svo kisurnar okkar ruglist ekki.
Ég tel þetta mikilvægt sjónarmið m.t.t. hreinlætis og öryggis.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation