Í stað þess að þjónustukjarnar þjónusti ákveðinn hverfi sem afmarkast af póstnúmerum þá verði þjónustusvæði kjarnanna ákveðinn með n.k. fólksfjöldaradíus.
Góð hugmynd hjá þér Kristján. Mig langar að bæta við að Síðumúli er ekki hentugur fyrir þessa þjónustu né heldur fyrir pósthús þar sem almenningssamgöngur eru ekki góðar þangað fyrir þá sem ekki vilja/geta gengið mikið.
Hversu kjánalegt er það að fólk sem býr landfræðilegra og samgöngulega séð mun nær einhverjum öðrum þjónustukjarna en sínum eigin geti ekki sótt þjónustu í þeim þjónustukjarna sem er næstur honum. Sem dæmi þá bý ég í Túnunum og er ekki fimm mínútur að ganga í þjónustukjarna Miðbæjar og Hlíða í Skúlagötu en þar af að sækja þjónustu í Síðumúla sem tekur 25-30 mínútna gang eða ferð með strætó eða í bíl. Virkjum fólk til vakningar um umhverfi sitt og gerum þeim kleyft að sækja nærþjónustu.
Þjónustumiðstöð nær en ekki fjær
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation