Víða í Seljahverfi eru göngustígar orðnir lélegir, sprungnir og hrufóttir. Það þyrfti að gera úttekt á þeim og lagfæra þar sem þörf er á.
Mjög nauðsynlegt, td er stígur við endan á Engjaseli sem liggur að endanum á Skógarseli/Hjallaseli sem er bara óupplýstur malarstígur þar sem grjót er farið að standa langt uppúr og er stórhættulegt.
Þar sem göngustígarnir eru hvað verst farnir er erfitt að fara um með barnavagna, auk þess sem þeir geta verið hættulegir hjólandi vegfarendum og gangandi vegfarendum sem geta hrasað um misfellur.
Gagnstéttir í hverfinu eru orðinr mjög gamlir og steinar standa upp úr steypunni og þeir eru beinlínis hættulegir, Þetta þarf að laga sem fyrst.
Tek undir það, hef orðið vitni að slysi þegar kona hrasaði við stóra sprungu í stétt við Hálsasel móts við leikskólana, féll illa og þurfti á slysadeild með brákaðan handlegg og blóðugt höfuð. Stéttunum í H-seljunum hefur ekki verið viðhaldið þessi 25 ár sem ég hef búið þar.
Ég er alveg sammála þessu og skil í raun ekki hversvegna svona gamlir ónýtir og stórhættulegir göngustígar eins og td. í Holtaseli, Hæðarseli og þar í kring fá að vera óáreyttir hrufóttir og stórhættulegir ár eftir ár eftir ár.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation