setja beygjuakrein á gatnamótum Vínlandsleið - Þúsöld
Þegar komið er eftir Vínlandsleið og að gantamótum Þúsaldar móti Húsasmiðjunni og bílar eru að beygja bæði til vinstri, og hægri upp Þúsöldina, ef þarna væru tvær akreinar svo bílar gætu raðað sér upp aðrir til vinstri og hinir til hægri. Þetta mundi flýta mjög fyrir umferð á þessum gantamótum. Þetta ætti ekki að kosta mikið.
Mætti skoða í stærra samhengi með innkeyrslunni að Nóatúni/KFC (þjóðhildarstíg). Seinnipart dags er oft algjör hnútur þarna þar sem bæði þeir sem ætla að beygja til vinstri frá Vínlandsleið og frá Nóatúni sitja fastir og komast ekki inná. Svo ekki sé minnst á þegar það eru veislur í Gullhömrum og enginn kemst lönd né strönd meðan bílarnir streyma að og reyna að finna bílastæði á svæðinu. Spurning hvort hringtorg með breyttum gatnamótum við Þjóðhildarstíg myndi létta á þessum gatnamótum
Þetta er mjög þarft mál og þarf endilega að skoða í samhengi við að- og frákeyrslu á þessu svæði. Sumir hafa verið á því að byggja aðrein af vesturlandsvegi inn á Vínlandsleið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation