Það eru gönguljós við Vogaskóla yfir Skeiðarvoginn (að Sólheimum). Þarna er 30km hámarkshraði sem ökumenn virða misvel. Mikil slysahætta þarna þar sem börnin eru að fara yfir Skeiðarvoginn í myrkri að vetri. Legg til að þarna verði sett þrenging (sbr á Réttarholtsvegi) eða göngubrú/göng.
Sonur minn var augnablik frá stórslysi þarna í haust, var að ganga yfir Skeiðarvoginn á grænu gönguljósi en ökumaður fór yfir á rauðu ljósi. Drengurinn fékk spegil bílsins í hjálminn (sem hann var sem betur fer með) og féll í götuna en meiddist ekki. Þetta þarf að laga til að koma í veg fyrir slys þarna í framtíðinni. Ekki spurning um HVORT heldur HVENÆR næsta slys verður.
Hef oft orðið vitni að bílstjórum aka yfir á rauðu ljósi þarna, þar sem þeir virðast ekki nenna að bíða eftir grænu. Einnig taka sumir sem koma úr Sólheimum (og taka hægri begju inn Skeiðarvogu) ekki mark á rauðu gangbrautarljósi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation