Lækka kant í enda "gamla" Bústaðavegar við Grensásveg (fyrir framan Bústaðaveg nr.49-51) á hæfilega breiðu bili til að greiða fyrir umferð vegfarenda á reiðhjóli eða með barnakerru/vagna.
Hjólreiðamenn sem hjóla Bústaðaveg milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar sem og barnakerru/vagnafólk kannast við að í enda "gamla" Bústaðavegar er um að velja að fara upp/niður háan kant eða fara örmjóa (allt of mjóa), þrengda gangstétt fyrir fram húsið á horni Bústaðavegar og Grensássvegar. Væri kanturinn tekinn niður á hæfilega breiðu bili fyrir barnakerru/vagna og reiðhjól myndi það greiða fyrir umferð barnavagna/kerra og reiðhjóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation