Á hverjum degi ganga fjölmörg börn í skólann eftir gönguleið sem er ofan við Álfheimakjarnann (hús 2 og 4). Þegar komið er að Langholtskólalóðinni þá er mikið myrkur þarna og engin lýsing. Mín tillaga er að setja þarna lýsingu innan skólalóðarinnar til að lýsa upp gönguleiðina.
Lóðin við Langholtsskóla sem snýr að Álfheimum og verslunarkjarnanum sem þar er, er í frekar döpru ástandi. Fjölmörg börn ganga í skólann um gönguleið sem er ofan við Álfheimakjarnann (hús 2 og 4), með fram baklóðum við Langholtsveg. Þegar komið er að Langholtsskólalóðinni er engin lýsing og mikið myrkur á þessum tíma árs þegar gengið er í skólann. Þarna væri gott að fá betri lýsingu. Hugmyndin er sett inn að beiðni 11 ára dætra minna en frá miðjum október er myrkur þarna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation