Framlenging af núverandi göngustíg sem liggur á milli Rimahverfis og iðnaðarhverfis. Stígurinn myndi síðan enda í gangbraut yfir Hallsveg og tengjast við núverandi stígakerfi sem liggja sunnan við Hallsveg. Um er að ræða ca 50 metra leið sem þyrfti að útbúa göngustíg ásamt því að útbúa gangbraut yfir Hallsveg.
Í dag þurfa gangandi og hjólandi að leggja krók á leið sína yfir Hallsveg ef það nýtir sér göngu og hjólreiðastíg sem liggur milli Rimahverfis og iðnaðarhverfisins. Sú viðbót sem ég legg til felur í sér framlenginu á þeim stíg, að Hallsvegi og yfir hann, en þetta svæði er mikið hjólað í dag og er í raun drullusvað yfir blaustustu mánuði ársins. Auk þessa tel ég að öryggi gangandi og hjólandi aukist til muna á þessum kafla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation