Sjóstökkpallur í Nauthólsvík

Sjóstökkpallur í Nauthólsvík

Sjóstökkpallur gæti orðið glæsileg viðbót við annars vel heppnaða aðstöðu í Nauthólsvík. Þar er nú þegar falleg steinbryggja. Það þyrfti ekki að vera flókin framkvæmd að bæta palli við bryggjuendann, sem næði lengra út yfir sjóinn. Þar væri áreiðanlega vinsælt að stunda dýfingar, jafnvel úr nokkrum mismunandi hæðum.

Points

Það er einmitt læst hlið á bryggjusporðinum, sem má nota til að takmarka aðgang að stökkpallinum, t.d. á fjöru. Sennilega þyrfti að vera gæslumaður til staðar, þegar hliðið væri opið. En aukin gæsla er líka sjálfsögð, til að fylgjast með öðrum sjósundsmönnum, sem eru stundum þarna á sundi einir á ferð, í hvarfi frá ylströndinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information