Setja upp aðstöðu þar sem íbúar hverfisins geta rölt yfir með lífrænan heimilisúrgang og losað í "lífrænar" tunnur. Hægt væri að setja upp smá skika með leiðbeiningum og fræðsluefni á auðlesanlegri töflu, ásamt nokkrum tunnum. Nú þegar eru grenndargámar staddir á sama svæði, væri sniðugt að útbúa nokkurs konar endurvinnslumiðstöð fyrir íbúa svæðisins.
Fult af fólki vill endurvinna lífrænan úrgang, en hefur ekki til þess aðstöðu. Fyrirkomulagið í Rvk í dag gerir fólki ekki raunhæft kleift að endurvinna lífrænt heimilissorp Ávinningur af endurvinnslu lífræns sorps er mikill og tímabært að boðið sé upp á þennan möguleika.
Það vantar líffrænar tunnur fyrir alla Í Vesturbænum. Mjög einfalt laus væri að setja gám á móttökustöð Sorpu í Ánanaust.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation