Lagt er til að settur verði fjölnotavöllur á Klambratúni þar sem malarvellirnir eru nú þegar. Völlurinn verði fjölnota en með því er átt við að almenningur geti þar iðkað knattspyrnu, brennibolta, mögulega handbolta og aðrar greinar á honum. Almenningur hafi frjálsan aðgang. Malarvellirnir hafa verið ónýtanlegir í áraraðir og komin tími til, ef marka má aðsókn á túnið, að styrkja það ennfrekar.
Klambratúnið er í sífelldri sókn og í því felast mikil lífsgæði fyrir nærliggjandi hverfi, eins sýnt hefur undanfarin sumur. Malarvellirnir hafa ekki verið nýtanlegir í áraraðir og því tækifæri til að gera almenningi kleypt að stunda allskonar íþróttir á túninu. Í dag hefur almenningur ekki mikinn aðgang að slíkum fjölnotavöllum nema við grunnskóla á kvöldin og hefur heldur ekki aðgang af aðstöðu hverfisfélaga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation