Pumpan væri föst við undirlagi, vegleg og endingargóð. Mætti vera drifin af handafli eða þrystilofti. Það væri frábært að geta bætt loft í dekkin áður en maður svífur heim úr sundi.
Að hafa veglegar pumpu eða pumpur til að bæta loft í dekkjum mundi gleðja mörg hjólahjörtu, og stundum koma að góðum notum.
Flott hugmynd og alveg í takt við aukna hjólamenningu hér á Íslandi. Hef séð svona víða á hjólastígum t.d. í Lundi í Svíþjóð. Það ætti endilega að hafa svona á nokkrum stöðum við fjölförnustu hjólastígana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation