Endurnýjun göngustígs meðfram Bakkaborg

Endurnýjun göngustígs meðfram Bakkaborg

Ef gengið er niður Arnarbakka (frá Iceland) meðfram Blöndubakka fjarar göngustígurinn skyndilega út þegar gengið er meðfram Bakkaborg. Einmitt þarna er beygja á Arnarbakkanum þar sem bílum er því miður iðulega ekið á nokkrum hraða þrátt fyrir að illa sjáist fram á veginn. Því miður velja börn og fullorðnir iðulega að fara út á götuna á þessum stað þar sem göngustígurinn fjarar út.

Points

Því miður velja börn og fullorðnir iðulega að fara út á götuna á þessum stað þar sem göngustígurinn fjarar út. Því hlýtur að teljast mjög bagalegt að göngustígurinn endi þarna og aukin hætta á umferðaróhöppum. Ef göngustígurinn lægi áfram meðfram Bakkaborg kæmi hann skömmu síðar að gatnamótum Arnarbakka og Bakkaborgar þar sem mun öruggara er fyrir gangandi að fara yfir (í átt að raðhúsunum) eða áfram að leikskólanum og inn í blokkahringinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information