Hraðahindrun/anir á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Túngötu

Hraðahindrun/anir á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Túngötu

Það þarf að hægja á umferðinni á Hofsvallagötu fyrir ofan Hringbraut (að Túngötu) þar sem börnin ganga í Vesturbæjarskóla. Best væri að setja almenninlegar hraðahindranir, td. stuttu fyrir ofan Hringbraut því þar kemur fólk hratt inn beygjuna og stoppar yfirleitt ekki fyrir gangandi vegfarendum - almennt of sjaldan stoppað fyrir gangandi vegfarendum þar. Og aðra ofar til að hægja á umferð úr hinni áttinni. Þarf ekki að mjókka götuna eins og var gert f neðan Hringbraut.

Points

Mér finnst upplagt að að gera almennilega upphækkaða gangbraut t.d. á móts við Sólvallagötu í stað þess að fólk þurfi að hlaupa yfir þar sem er "næstum því gangbraut".

Ég hef ítrekað staðið með lítil börn í alls kyns veðri á leið yfir götuna þar sem á að fara yfir og bílarnir keyra framhjá án þess að stoppa, og hægja jafnvel ekki á sér. Þetta er stórhættulegt, sérstaklega fyrir öll börnin sem ganga þarna um á hverjum degi til að fara í/úr Vesturbæjarskóla. Með því að setja hraðahindrun myndi umferðin verða hægari og öryggi gangandi vegfarenda þar með aukið og það væri auðveldara að komast yfir götuna þegar ökumenn/ bílar myndu annars ekki stoppa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information