Koma gamla gosbrunninum í stand. Snyrta gróður og planta nýjum trjám (ATH. Þetta er skjólgóður garður!) Koma fyrir bekkjum, ruslatunnu og e.t.v. litlum leiktækjum. Gera garðinn að tilvöldum áningarstað fyrir fjölskylduna yfir sumartímann.
Falinn á milli húsa við Brekkustíg og Öldugötu, er lítill og gamall almennigsgarður. Hann er í töluverðri niðurnýslu eins og staðan er í dag. Hann er hinsvegar staðsetturinn inn í miðju hverfi á skjólgóðum stað og því kjörinn staður fyrir barnafjölskyldur í Vesturbæ til að fara í lautarferð og njóta veðurs þegar það leyfir. Framkvæmdin þyrfti ekki að vera mjög stór en væri kærkomin viðbót við útivistarsvæði í gamla Vesturbænum.
Þetta er frábær hugmynd. Áfram svona!
Frábært ! Væri gott að fá leiktæki sem er tengð nátturinni og nyta runnunar sem felustaðir og svo frem. Sækja hygmyndir http://www.naturlegepladser.dk/ og http://www.boernekultur.dk/inspiration/kunst-og-kultur-for-boern/leg-og-udendoersliv/legepladser-og-naturlegepladser/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation