Færa félagsaðstöðu barna og unglinga sem ganga í Langholtsskóla frá Þróttheimum, Holtavegi 11 í verslunarmiðstöðina við Álfheima 6. Borgin hlutist til um að kaupa verslunahúsnæði, að hluta eða öllu leyti og breyta því í aðstöðu fyrir frístundarheimilið Glaðheima og félagsmiðstöðina Þróttheima.
Það hefur ávallt verið þröskuldur í starfsemi Þróttheima, Glaðheima og Langholtsskóla hversu langt er á milli skólans og Holtavegs 11. Þannig hefur félagsaðstaðan ekki náð að vera sjálfsögð framlenging á skóladegi nemenda, sérstaklega á mið- og unglingastigi. Með því að færa Þróttheima nær skólanum yrði mögulegt að nýta aðstöðuna í frímínútum skólans. Einnig myndi starfsemi Glaðheima njóta góðs að vistarbreytingu. Skólalóðin yrði betur nýtt. Meiri og betri samfella yrði í skólastarfinu.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu Betri hverfa um smærri viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni. Hópurinn telur engu að síður ástæðu til að halda humyndinni í ákveðnu ferli og mun því mælast til þess að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessi hugmynd send skrifstofu Eigna- og atvinnuþróunar og skóla- og frístundasviði til meðferðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation