Það eru mjög góðir göngustígar hèr í Grafarholti en það mætti bæta lýsinguna á sumum stöðum. Sèrstaklega við göngustíginn sem liggur fyrir ofan Sæmundarskóla og àfram að Reynisvatni. Þar er blindur blettur þ.e. hæð og engin lýsing svo eins og nú þegar dimmar mun fyrr að þà er niðamyrkur à þessum bletti. Það er mjög varasamt að mæta t.d. hlaupandi eða hjólandi vegfarenda à þessum bletti.
Með bættri lýsingu þá sést betur hvað er framundan. Á þessum bletti er svartamyrkur að kvöldi til og stígurinn hàlfhverfur í myrkrinu. Það er hættulegt að fara þessa leið því ekki er hægt að sjá hvort einhver sè að koma à móti þér og þú ert með alla athyglina við að halda þèr à stígnum. Einnig er það mjög óþægilegt að mæta einhverjum à þessari leið því sà birtist allt í einu og við bregður manni við og getur einnig gert þeim aðila bilt við à móti. Það getur endað með slysi.
já það yrði mjög gott að fá lýsingu við stíginn fyrir ofan Sæmundarskóla kæmi sér mjög vel þegar maður er þar á ferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation