Sunnanmegin í Mæðragarðinum er skemmtilegt horn þar sem nú er bekkur, smá stétt og lítil grasflöt. Þar væri tilvalið að setja lítið leiktæki, rólu eða rugguhest (eða ruggugæs, gaman að búa til þema tengt tjörninni) og barnabekk með borði. Smá afdrep fyrir barnafólk til að hvílast og nærast eftir að hafa skoðað fuglana við tjörnina.
Skjólsæll staður, hentugur fyrir nestisstund eftir bæjarferðina. Hornið er hæfilega langt frá götunni en nálægt tjörninni sem er vinsæll viðkomustaður barnafjölskyldna. Ástæðan fyrir að ég vil fá leiktæki í þetta horn ásamt nestisbekknum er sú að ég sé fyrir mér að "móðirin" geti slappað aðeins af með kaffibolla á bekknum eftir nestisstundina meðan börnin/barnið leikur sér. Þetta mundi líka styðja við og halda sögu garðsins á lofti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation