Hvað viltu láta gera? Stígana í hólmanum milli Elliðánna vantar ofaníburð og að losna við hjólandi umferð. Hólminn nær frá Vesturlandsvegi uppað Höfðabakka. Í meðfylgjandi línum er ég ekki að fjalla um melbikuðu vegina á hólmanum. Það liggur einn stígur upp með austari Elliðaránni og annar stígur upp með vestari Elliðaránni, síðan tengja 7 til 10 stígar þessa tvo stíga. Austari stígurinn er 2 til 7 fet á breidd en sá vestari er 2 til 5 fet. Tengi stígarnir eru flestir 2 fet en sá breiðasti er um 5 fet. Fæstir þessara stíga eru með ofaníburði og verkefnið snýst um að það verði sett lágmarks þykkt (2 til 3 tommur) af ofaníburðu á þessa stíga og að stígarnir verði örlítið kúftir. Ég legg áherslu á að þessum stígum verði ekki breytt, hvorgi legu eða breidd. Þessi framkvæmd ætti að vera unnin af unglingavinnunni, en það ætti að gerast með skóflum og hjólbörum, þá þyrftu unglingarninr að hafa aðgang að ofaníburði sem væri staðsettur annarsvegar að austanverðu, við brúna sem er fyrir neðan gamla orkuverið og hinsvegar að vestanverðu, við efstu göngubrúna, það ligga akvegir að báðum þessum stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Í vætutíð eða hlíindum að vetri, þá getur maður ekki gengið um hólmann á venjulegun gönguskóm sér til ánægju, vegna þess að stígarnir eru eitt drullu svað. *Sameinuð hugmynd: Laga göngustíg í Elliðaárdal: https://betrireykjavik.is/post/28732. Stígana í hólmanum milli Elliðánna vantar ofaníburð: https://betrireykjavik.is/post/39416.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation