Útivistargarður / samkomustaður við Ystabæ

Útivistargarður / samkomustaður við Ystabæ

Hvað viltu láta gera? Gera blettinn við Ystabæ að útisamverusvæði fyrir unga sem aldna. Setja upp krefjandi leik- og klifurtæki (helst) úr náttúrulegum efnivið, mini-golfbrautir, legubekki, borð+setubekki og (yfirbyggt) útigrill þar sem hægt væri að eiga góða stund með fjölskyldu, vinum, börnum, barnabörnum og vandamönnum. Nýta náttúrulega umhverfið og blanda því saman við tómstundartæki þar sem fagurfræðilegt sjónarmið er haft að leiðarljósi. Mögulega eitthvað þema. Gróðursetja rifs- og sólberjarunna (eru nú þegar hindberjarunnar). Hvers vegna viltu láta gera það? Það er enginn "almenningsgarður" í Árbæ sem sameinar alla íbúa hverfisins. Hverfisgarður nálægt Árbæjarsafni og fjölfarinni gönguleiðinni í Elliðaárdalnum, býður upp á frábæra leið til að bjóða upp á frábæran áningarstað, hvort sem er til hvíldar eða leiks. *Hugmynd sameinuð við: Samkomustaður fyrir fjölskyldur og minni hópa: https://betrireykjavik.is/post/29077

Points

😀góð hugmynd

Frábær hugmynd

þessi blettur er byggingarreitur, það verða byggð hús þarna

Frábær hugmynd! En myndi vilja aðra staðsetningu. Ystibær er of nálægt umferðargötu. Innar í Elliðárdalnum nær sundlöginni þætti mér betri kostur :)

Frábær hugmynd! Vantar framúskarandi leiksvæði fyrir börn í Reykjavík

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information