Hvað viltu láta gera? Það mætti vel gera meira við Heiðargerðisróló svo að hann laði frekar að yngstu börnin þar í kring sem fer fjölgandi. Hvers vegna viltu láta gera það? Af því að ég bý við Heiðargerði og vil börnunum okkar það besta *Hugmynd fól upprunalega í sér hraðahindrun líka sem er öryggisverkefni og fellur því ekki að reglum Hverfið mitt og fer áfram sem ábending
https://www.betrireykjavik.is/post/19468 Ég kom með þessa hugmynd í fyrra og hún fékk mjög góðar undirtektir.
Það þarf að gera þrengingu í brekkunni niður Stóragerði sem tengist síðan Heiðargerði í átt að leikvellinum bílar keyra á ofsa hraða virða ekki 30km hraðann
Algjörlega sammála þessu. Hér milli Háaleitisbrautar og Grensás er aðeins þessi leikvöllur og skólalóðin sem er með leiktækjum sem henta 5 ára og eldri. Það er því bráðnauðsynlegt að fá hingað amennilegan leikvöll fyrir yngri börn með mjúku undirlagi og ungbarnarólu.
Hraðahindranir og þrengingar draga úr slysahættu. Hins vegar auka hraðahindranir hávaða, slit á bílum og verulega mengun lofttegunda eins og CO2 og NO2 og skaðlegra agna en ef umferðarflæði er jafnara. Því legg ég til að þarna verði frekar þrengt enn frekar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation