Hvað viltu láta gera? Lengja hljóðmön að gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar og auka trjágróður til að mynda skjól. Nýta autt svæði upp með Háaleitisbrautinni framan við Hvassaleiti 6 - 10 til þess að setja upp úti íþróttatæki, leiktæki fyrir börn, bekki og auka trjágóður til skjólmyndunar og til að skapa fjarlægð frá umferð og mengun. Sjá reit 1 á meðfylgjandi mynd með skýringum Autt svæði milli Hvassaleitis 1-9 og Háaleitisbrautar, svæðið yrði nestisaðstaða, grillaðstaða, bekkir, aukinn trjágróður. Umhverfi til að njóta fjölskyldusamveru. Sjá reit 2 á meðfylgjandi mynd með skýringum Svæðin verði upplýst til að þau nýtist árið um kring. Aðstaða sköpuð fyrir alla aldurshópa að njóta Hvers vegna viltu láta gera það? Útivist – Aukin vellíðan Njótum útivistar og hreyfingar Virkjum ónýtt svæði til heilsueflingar og fjölskyldusamveru
Frábær hugmynd sem getur lyft hverfinu okkar á hærra plan hvað varðar aðstöðu til útiveru, hreyfingar og til að njóta. Nýtist vel barnafjölskyldum sem og þeim sem eldri eru.
Eitt hverfi. Við í 108 þurfum eitt hverfi, að vera ein heild. Hér býr gott fólk og leikskólar og grunnskólar hafa verulega gott orð á sér. Staðsetningin á þessu hverfi er frábær, segi ég sem hef samtals búið 16 ár í vesturbænum. Þar var gott að búa en samt ekki miðsvæðiðs. Við búum miðsvæðis, þetta er frábært hverfi með frábæra nærþjónustu, við sem búum þar þurfum bara og eigum að vera verulega stolt yfir hverfinu okkar. Hver ætlar að stofna kaffihús eða bar ?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation