Reiðhjólaskýli og hjólagrindur við Víkingsheimilið

Reiðhjólaskýli og hjólagrindur við Víkingsheimilið

Hvað viltu láta gera? Setja upp reiðhjólaskýli og hjólagrindur við Víkingsheimilið. Hvers vegna viltu láta gera það? Engir reiðhjólastandar eða hjólageymslur eru við Víkina, og því ekki hægt að læsa hjólum við neitt. Væri gott að fá reiðhjólaskýli með skyggni svo hjólin séu þurr eftir æfingar og/eða viðburði (létt skýli eða einskonar þak myndi duga til að skýla fyrir regni). Þeir örfáu gamaldags hjólastandar (sem skemma gjarðirnar), sem eru nú til staðar, fyllast í hvert sinn sem einhverjir viðburðir eru í Víkinni, og hjólum því læst við grindverk og ljósastaura á víð og dreif í kring. Þarna sárvantar fleiri hjólastæði. Það er nú umhverfisvænna að hjóla en að koma á bíl.

Points

Mjög mörg börn mæta á æfingar á reiðhjólum og liggja þau í hrúgu við völlinn, mjög væri til bóta ef hægt væri að setja þau í stæði og læsa þeim

Víkin er miðstöð íþrótta á vegum Víkings í Fossvogsdal og þar sárvantar góða aðstöðu til að geyma hjól á öruggan hátt. Það væri mikill kostur fyrir iðkendur, forráðamenn barna og gesti viðburða á vegum félagsins að geta í meiri mæli mætt á hjólum á svæðið. Samgönguhjólreiðar eru frábær upphitun fyrir aðrar æfingar á svæðinu, góðar til að flýta endurheimt eftir æfingar og ekki síður frábærar til að stuðla að bættum loft- og hljóðgæðum í kringum æfingasvæðið og gesti dalsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information