Heimavöll fyrir skokk - og hjólahópa í Fossvogi

Heimavöll fyrir skokk - og hjólahópa í Fossvogi

Í geilinni á horni Traðarlands og Stjörnugrófinni er ónýtt svæði. Beint á móti víkinni og í alfaraleið hlaupa og hjólreiðamanna, ýmist á leið upp í Elliðaárdal eða í Fossvogsdalinn. Svæðið er tilvalinn áningarstaður þar sem hægt er að hita upp, teygja, hitta aðra meðlimi hópsins. Hefja eða ljúka æfingu. Legg til að á svæðinu verði fyrirkomið kortum af hlaupaleiðum í nágrenninu. Aðstöðu til að geyma hjól, hjálpartækjum til að teygja og stunda einfaldar styrktaræfingar.

Points

Hlaupa og hjólahópar eru að koma sér fyrir á göngustígum og bílastæðum til að hefja æfingar, teygja og stunda einfaldar styrktaræfingar. Geilin á á horni Traðarlands og Stjörnugrófar er tilvalin til breytingar í miðstöð, heimavöll hlaupa og hjólahópa. Ætti að vera ódýrt að setja nýtt undirlag, kort af hlaupaleiðum með vegalengdum, lýsingu og einföldum búnaði til að halda sér í og teygja við. Náum að skapa líf og tengingar á milli hópa - fínn undirbúningur fyrir komu sundlaugar ;-)

Enn betra væri að fá vatnshana með þessu öllu saman. Þarna eiga margir leið hjá sem gætu vel þegið vatnssopa tala nú ekki um þá sem eru að enda hlaupið sitt þarna að geta fengið sér góðan sopa eftir hlaup.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information