Hvað viltu láta gera? Útbúa hreystibraut með upphífingastöngum og öðru fyrir fullorðna. Í anda calisthenics æfingastöðva (fimleika og líkamsþunga æfingar). Mynd fylgir í viðhengi að tillögu. Hægt væri að nota grasblett fyrir aftan Múlaborg og Fjölbraut við Ármúla eða fyrir aftan Miðbæ eða meðfram göngustíg sem er fyrir ofan Ármúla. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er þvílik vöntum á upphífingastöngum og öðru fyrir fullorðna í borginni. Ef slík svæði eru þá er þeim talsvert ábótavant og ekki hægt að gera margar grunnæfingar.
Styð þetta heilshugar, en varðandi staðsetningu hjá Múlaborg og Fjölbraut í Ármúla þyrfti staðsetningin ekki að vera á kostnað sleðabrekkunar Múlabrekku. Það er nauðsynlegt að börn og krakkar hverfisins hafi nægt rými þegar þau koma á fleygiferð niður brekkuna. En, frábært að fá svona aðstö'u á góðum stað í hverfinu!
Styð þetta. Mikil vöntun á upphífingastöngum hér nálægt sem og flestum hverfum borgarinnar
Styð þetta heilshugar. Það vantar mikið upphífingastangir í hverfinu fyrir fullorðna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation