Óskin er að fá blómaker sem fegra götuna en eru fyrst of fremst ætluð til hraðatakmarkana til að vernda börnin í Starenginu í Grafarvogi. Það þyrfti ekki mörg ker til að hægja á umferð upp botnlangana, kanski 1-2 í hverjum botnlanga. Með þeim er verið að þrengja götuna til að umferð verði að hægja á sér í götunni.
Óska eftir því að sett verði nokkur blómaker til að hægja á umferð í Starenginu í Grafarvogi. Það er ekkert til staðar til að hægja á akstri upp botnlangana í götunni sem veldur því að oft gefa menn vel í þegar þeir keyra upp botnlangana. Börnin sem búa í götunum eru því í mikilli hættu þar sem fólk er misduglegt við að horfa í kringum sig og taka tillit til þeirra. Það er síðan bónus að hægt er að fegra götuna með fallegum blómum eða runnum í kerum.
Endilega styðjið þessa framkvæmd sem kostar lítið en gerir mikið!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation