Leikvellir hér í Breiðholtinu eru held ég flest allir með möl og tel ég að ætti að fjarlægja hana og setja gúmmímottur í staðinn
Með því að hafa möl á leikvöllum þá er það góður staður fyrir ketti og hunda að gera sínar þarfir með tilheyrandi óþrifnaði. Krakkar eru mikið að sitja í þessu og leika sér með mölina og jafnvel troða þessu uppí sig. Getið þið ímyndað ykkur að sjá börnin troða skít upp í sig? Gúmmímottur myndu vonandi leysa þetta vandamál. Veit að þetta getur verið dýrt í framkvæmd... En sýkingarhættan er margfalt minni og er meira öryggi fyrir börnin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation