Hraðamerkingar verði málaðar á vistgötur í Suðurhlíðunum

Hraðamerkingar verði málaðar á vistgötur í Suðurhlíðunum

Að málað verði á vistgöturnar í Suðurhlíðunum leyfður hámarkshraði í vistgötum; 15 km/klst á sama hátt og víða er gert í almennum íbúagötum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Lagt er til að Reykjavíkurborg máli á göturnar stór 15 merki með jöfnu millibili til að leggja áherslu á hámarkshraðann!

Points

Þrátt fyrir að vistgöturnar í Suðurhlíðunum séu merktar sem slíkar með til þess gerðu vistgötumerki eru hraðamerkingar hvergi að sjá og augljóst að margir ökumenn gera sér ekki grein fyrir að hámarkshraði í vistgötum er 15 km/klst. Ökumenn keyra því stundum of hratt miðað við þá staðreynd að ekki eru samfelldar gangstéttir þar að finna og búast má við börnum að leik á götunum - því gangandi vegfarendur eiga forgang í göturýminu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information