Lítið svið á Klambratún með aðgengi að rafmagni

Lítið svið á Klambratún með aðgengi að rafmagni

Að setja nett svið, fast, á Klambratún og leiða rafmagn að sviðinu. Sviðið gæti rúmað hljómsveit eða lítinn leikhóp. Listafólk og íbúar hverfisins (íbúar borgarinnar) gætu nýtt sér sviðið fyrir uppákomur. Á sviðinu væri hægt að troða upp með formlegar og óformlegar listauppákomur eða hvað annað. Sviðið yrði að vera gert til að þola ýmis veður og mætti gjarnan vera hannað með sjálfbærni í huga og það þyrfti að vera gott aðgengi að því og uppá það.

Points

Sviðið myndi nýtast afar breiðum hópi fólks á öllum aldri. Bæði til að troða upp á og líka til að njóta. Listafólk og íbúar hverfisins (íbúar borgarinnar) gætu nýtt sér sviðið fyrir uppákomur. Á sviðinu væri hægt að troða upp með formlegar og óformlegar listauppákomur eða hvað annað... Sviðið myndi hvetja til uppákoma á túninu sem rúmar vel meira stuð og meiri gleði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information