Fegrunarátak

Fegrunarátak

Það bráðvantar að laga gagstéttina við Birkimel nálægt Björnsbakaríi þarn er mikil umferð hjólandi og gangandi fólks gras við gangstéttina er alltaf eitt drullusvað á sumrin því væri nær að breikka gangstéttina og taka grasið einnig er mjög algengt að bílar leggi þarna uppi á gangstéttinni þannig að hellurnar eru brotnar - líklega væri best að steypa stéttina svo hún þoli álagið. Þetta er mjög ljótt eins og það er en þarna ganga margir útlendir gestir sem búa á Hótel Sögu og er til skammar.

Points

Þarna er mikil umferð og það hafa margir sameinast um að eiðileggja umhverfið nú er kominn tími til að þetta verði lagað.

Best væri að setja einhverskonar grindverk eða grindur á milli gangstéttarinnar og akgreinarinnar þarna við bakaríið svo bílar væru ekki alltaf að leggja upp á gangstéttina. Það myndi spara gangstéttina og koma í veg fyrir drullusvaðið. Það er óþolandi þegar fólk leggur þvert yfir gangstéttina þarna því erfitt er að komast framhjá auk þess sem þetta er á horni við mikla umferðargötu og gerir skyggnið lélegt. Svo er líka ólöglegt að leggja svona á gangstéttina. Það eru næg stæði beint á móti!

þarna þyrfti að sjálfsögðu að vera bílastæði fyrir viðskiptavini bakarísins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information