Legg til að aftur verði farið í átak gegn kroti og skemmdarverkum í miðborginni. Módelið er þegar til: Borgaryfirvöld leiti allra leiða til að vinna gegn eignaspjöllum og slæmri umgengni í Reykjavík í góðu samstarfi við Íbúasamtök miðborgar, rekstraraðila og borgarbúa. Hér er gott dæmi sem mætti nota sem upplegg og vinna með það sem gekk vel í þessu og laga það sem betur mátti fara. http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3545/436_read-10467/436_page-40/
Sömu rök gilda í dag og giltu 2008: ,,Miðborg Reykjavíkur gegnir sérstöku hlutverki sem mikilvægasti hluti höfuðborgar landsins. Ásýnd og umgengni í hjarta miðborgarinnar er hagsmunamál allrar þjóðarinnar og varðar fjölmarga þætti. Má þar nefna ferðaþjónustu, verslun og viðskipti og stjórnsýslu landsins. Einnig er miðborgin miðpunktur menningarlegra verðmæta, hátíðarhalda og stórviðburða og síðast en ekki síst staður fólksins til að njóta lífsins." Veggjakrot er lýti sem hægt er að laga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation