Það er bara ein lítil hjólagrind við sundhöllina sem er oftast full. Væri gott að bæta við grindum.
Mikilvægt er að hafa hjólagrindur. Eins og staðan er núna þarf fólk oft að leggja hjól upp við vegginn eða hafa það á standara úti á gangstétt. Væri mun betra bæði fyrir hjólandi og gangandi að hjólin væru á ákveðnum stað í grind. Sú grind sem fyrir er, er allt of lítil.
Hjólabogar þurfa að vera með yfirbyggt skyggni svo að hnakkarnir blotni ekki
Stýð hugmyndina og reikni með að borgin haldi sér við hjólaboga eða öðru sambærilegu sem geri fólki kleift að læsa stellinu að röri í þægilegri hæð. Fyrir búðir og fjölbýlishús má benda á að fleiri aðilar geta skaffað svona en það virðist bara vera hilluvara hjá Krúmmu: http://krumma.is/?page_id=1816 Virðist vera hægt að fá ómáluð og sem er með teina á milli boganna sem eru skrúfaðar niður, þarf ekki að grafa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation