Bæta aðstöðu fyrir þá sem að fara ferða sinna á hjóli á Lönguhlíð. 1. Setja hjólastíga á hluta akreinar sem er næst gangstétt á Lönguhlíð frá Miklubraut og að Háteigsvegi. 2. Setja hjólavísa frá Háteigsvegi og að Skipholti. 3. Setja hjólastíga frá Skipholti og niður á Laugaveg þar sem að eru bílastæði núna.
Hlynntur þessum tillögum, sérstaklega að gera hjólastíg frá miklubraut niorður að Háteigsvegi. Einnig mætti laga allar beygjurnar og kantana sem eru á hjólastígnum sunnan Miklubrautar, hann er beinlínis stórhættulegur á veturnar þegar snjór leggst yfir. Enda er hann hannaður þannig að það er nánast ómögulegt að ryðja hann.
Betri aðstaða fyrir þá fjölmörgu sem að fara ferða sinna á hjóli.á Lönguhlíð. Með þessu væri jafnramt komin samfelld hjólaleið frá fyrirhuguðum hjólastíg á Bústaðavegi og að hjólahraðbrautinni á Laugavegi/Suðurlandsbraut.
Ég er fylgjandi fleiri hjólastígum en þrátt fyrir aukna umferð er alltaf verið að fækka bílstæðum og liður 3 í þessari hugmynd um að taka bílastæði á Laugavegi undir bílastæði varð til þess að ég fann mig knúna til að velja "niður" á þessa hugmynd. Auðvitað er frábærlega hollt og gott að ganga og hjóla en sum okkar getum það bara ekki og þurfum að nota bíla og fá bílastæði nálægt þeirri þjónustu sem við þurfum að sækja.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation