Betri leið fyrir reiðhjól í gegnum Suðurbugt/Miðbakka

Betri leið fyrir reiðhjól í gegnum Suðurbugt/Miðbakka

Leiðin eftir Suðurbugt, Miðbakka, Austurbakka og Hörputorgs er ein af vinsælustu hjólaleiðum borgarinnar, hluti af svokölluðum Reykjavíkurhring, Kex Coffee Run og mörgum fleirum. Frá Hörpu er greið leið eftir Austurbakka og Miðbakka en á mótum Suðurbugtar og Miðbakka eru hindranir: Staurar, keðjur, bekkir, skilti og þröngar leiðir rétt við sjóinn. Þarna er auðvelt að opna betur fyrir hjól á öruggan hátt án þess að hleypa bílum í gegn.

Points

Þessi hluti af Reykjavíkurhringnum er mjög erfiður yfirferðar á hjóli; það er ekki nóg að fara hægt og varlega (m.v. aðstæður, sem alltaf á að gera) heldur þarf að passa sig á að rekast ekki á neitt til að skemma ekki hjólið eða detta og slasa sig og taka beygjur við þröngar aðstæður rétt við sjóinn. Það þarf ekki mikið til, til að opna þetta betur fyrir hjól og mála rein fyrir þau í gegn, án þess að opnað verði fyrir bíla.

Virkileg þörf á að laga þetta stórhættulega svæði!

Þessi spotti er sífellt til vandræða, mjög mjótt og óaðgengilegt fyrir gangandi og hjólandi. Það er ekkert mál að ganga betur frá og bæta aðgengi fyrir alla.

Ég er mönnum hér að ofan sammála. Þetta er varasamt svæði eins og myndirnar sýna og með auknum fjölda gangandi vegfarenda frá morgni til kvölds er erfiðara um vik að hjóla þarna í gegn og í raun á mun stærri kafla, þ.e. hafnarsvæðið allt frá Granda að Sólfari.

Það er sérstaklega erfitt að fara þarna í geng á á stærri hjólum þar sem mikil hætt er á maður reki hjólið í.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information